Ísraelska ríkið hefur heitið því að hlúa að tuttugu Úkraínumönnum sem hafa slasast alvarlega í innrás rússneska hersins. Þetta kom fram í tilkynningu frá ísraelska sendiráðinu í Kænugarði í dag.
Fyrstu sjúklingarnir eru væntanlegir til Tel Aviv í dag og verða fluttir á sjúkrastofnunina Sheba. Sheba starfrækti bráðabirgðaspítala í Vestur-Úkraínu við upphaf innrásar Rússa.
Israel will receive for treatment 20 Ukrainian servicemen who were seriously wounded during the war. The first 2 will arrive in Israel today, and will be treated at @AFSMC The treatment includes prosthetics and rehabilitation. @IsraelinUkraine @MASHAVisrael @IsraelMFA @IsraelMOH
— Michael Brodsky (@michael_brodsk) September 25, 2022
Stuðningur Ísraels hefur hingað til einskoraðast við útvegun hjálma og annars sambærilegs verndarbúnaðar. Ríkið hefur ekki látið nein vopn af hendi til úkraínska hersins til þess að viðhalda tengslum við Rússa.
Rússneska ríkið er lykilbakhjarl sýrlensku stjórnarinnar sem hefur átt í deilum við Ísrael um árabil. Af þeim gyðingum sem hafa flutt til Ísrael síðasta árið er um helmingurinn frá Rússlandi og fjórðungur frá Úkraínu.