Sjö Þjóðverjar, búsettir í Berlín, Düsseldorf, Frankfurt og München, ætla að kæra þýska ríkið vegna slæmra loftgæða í nágrenni heimila þeirra í Þýskalandi.
Svifryksmengun og köfnunarefnisdíoxíð (NO2) í andrúmslofti í Þýskalandi eru allt að því fimm sinnum meiri en Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin metur öruggt, að því að segir í tilkynningu frá umhverfissamtökunum Deutsche Umwelthilfe (DUH).
Sjömenningarnir kalla eftir tafarlausum aðgerðum til að „draga úr hættulegum loftmengunarvöldum eins og umferð, viðarbrennslu og landbúnaði“, segir Jürgen Resch framkvæmdastjóri DUH.