Snowden fær rússneskan ríkisborgararétt

Edward Snowden hefur dvalið í Rússlandi síðustu ár, þar sem …
Edward Snowden hefur dvalið í Rússlandi síðustu ár, þar sem hann fékk hæli. AFP

Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur veitt uppljóstraranum Edward Snowden rússneskan ríkisborgararétt. Reuters greinir frá.

Snowden, sem er 39 ára, fékk hæli í Rússlandi eftir að hann flúði frá Bandaríkjunum eftir að hafa ljóstrað upp um ýmis leynigögn bandarískra stofnana árið 2013. Hann var greinandi hjá bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni (NSA).

Hann á yfir höfði sér ákærur fyrir glæpi sem gætu varðað allt að 30 ára fangelsi, yrði hann fundinn sekur. Bandarísk yfirvöld hafa árum saman reynt að fá hann framseldan til landsins svo hægt sé að rétta yfir honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka