Greindu sprengingar í grennd við gaslekana

Myndin sýnir gaslekann úr gasleiðslunum í Eystrasaltinu.
Myndin sýnir gaslekann úr gasleiðslunum í Eystrasaltinu. AFP

Mælistöðvar í Svíþjóð og Danmörku greindu kröftugar sprengingar neðansjávar í gær á þeim svæðum þar sem leki hefur greinst í gasleiðslum Nord Stream 1 og 2 í Eystrasalti.

Sænska ríkisútvarpið greinir frá þessu.

Sænski jarðeðlisfræðingurinn Björn Lund segir engan vafa leika á að um hafi verið að ræða sprengingu.

Þýska ríkið rannsakar nú hvort árás hafi valdið lekanum í Nord Stream-gasleiðslunum.

Gaslekinn hættulegur

Danska siglingamálastofnunin tilkynnti í gær um hættulegan gasleka í Eystrasalti nálægt Nord Stream 2-gasleiðslunni óvirku. Þrýstingur í leiðslunni hafði þá minnkað. 

Gas­leiðslan Nord Stream 2 ligg­ur sam­hliða Nord Stream 1 og var ætlað að tvö­falda inn­flutn­ing sjó­leiðis á gasi frá Rússlandi til Þýska­lands.

Síðar kom í ljós að leki hafði orðið á þremur stöðum í gasleiðslunum Nord Stream 1 og 2. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, sagði það ólíklegt að um óhapp hefði verið að ræða.

„Maður sér greinilega hvernig bylgjurnar hreyfast frá botninum og að yfirborðinu. Það leikur einginn vafi á að þarna hafi verið sprenging. Við erum meira að segja með mælistöð í Kalix sem greindi þetta,“ sagði Björn Lund jarðeðlisfræðingur í samtali við sænska ríkisútvarpið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert