Pútín gæti tilkynnt innlimun á föstudag

Vladimír Pútín forseti Rússlands.
Vladimír Pútín forseti Rússlands. AFP

Vladimír Pútín forseti Rússlands á að ávarpa báðar deildir rússneska þingsins á föstudaginn næsta. Breska varnarmálaráðuneytið telur að hann gæti notað tækifærið til að tilkynna formlega um innlimun hernuminna héraða í Úkraínu í Rússland.

„Raunhæfur möguleiki er á að Pútín muni nota ávarpið til að tilkynna formlega innlimun svæðanna,“ segir í tísti ráðuneytisins á Twitter.

Stefnt er að því að atkvæðagreiðslunum sem nú standa yfir um innlimun héraðanna Lúgansk, Dónetsk, Kerson og Sa­porisjía ljúki í dag.

„Leiðtogar Rússlands vonast örugglega til þess að tilkynning um innlimun verði álitin stuðningur við „sérstöku hernaðaraðgerðirnar“ og muni enn fremur styðja við átökin,“ segir í tístinu.

Líklegt að Rússar muni eiga við atkvæðagreiðsluna

Inn­limun héraðanna í Rúss­land gæti haft af­drifa­rík­ar af­leiðing­ar þar sem Moskva gæti haldið því fram að verið sé að vernda eigið um­dæmi fyr­ir úkraínsk­um her­sveit­um.

Úkraínu­menn hafa for­dæmt at­kvæðagreiðsluna og sagt land­námið ólög­legt. Þá er talið lík­legt að Rúss­ar muni eiga við at­kvæðagreiðsluna svo að bú­ast megi við fölsk­um niður­stöðum sem kveði á um að inn­limun­in verði samþykkt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka