Héraðsstjórnir, sem tengdar eru rússneskum stjórnvöldum, í fjórum herteknum héröðum í Úkraínu hafa tilkynnt sigur Rússa í þjóðaratkvæðagreiðslum um innlimun héraðanna í Rússland.
Í suðurhluta Saporísía-héraðs segja rússnesk yfirvöld að yfir 93% kjósenda hafi kosið með innlimun Rússa. Fram kemur að um bráðabirgðaniðurstöðu sé að ræða.
Í Suður-Kerson kusu um 87% kjósenda með innlimun Rússa eftir að talningu atkvæða var lokið, samkvæmt rússneskum yfirvöldum.
Í Dónetsk kusu 99,23% kjósenda með innlimun Rússa.
Þá eiga 98,42% kjósenda í austurhluta Lugansk-héraðs að hafa kosið með innlimun í Rússland.
Volodimír Selenskí, forseti Úkraínu, hefur sagt í kjölfar þessara tíðinda að ekki muni koma til frekari samningsviðræðnanna milli Úkraínu og Rússlands út af kosningunum.
Fréttin hefur verið uppfærð.