Björgunarsveitir í Nepal vinna nú hörðum höndum að því að finna skíðakonuna Hilaree Nelson eftir að hún féll í ofan í sprungu áttunda hæsta fjalls heims, Manaslu í Nepal, í gær. Þá lét einn lífið í snjóflóði sem átti sér stað neðar í fjallinu sama dag.
Frá þessu er greint á BBC.
Áður en atvikið átti sér stað hafði Nelson, ásamt maka sínum, komist á tind fjallsins. Kortéri síðar skrikaði henni fótur sem varð til þess að hún féll ofan í 600 metra djúpa sprunguna.
Jim Morrison, maki hennar, er sagður hafa komist heill á húfi til baka eftir atvikið. Nelson komst í sögubækurnar þegar hún varð fyrst kvenna til að klifra Everest og Lhotse samdægurs.