Joe Biden Bandaríkjaforseti leitaði að látinni þingkonu á viðburði í Hvíta húsinu í Washington D.C. í Bandaríkjunum í dag.
„Jackie ertu hérna? Hvar er Jackie?“ spurði Biden þegar hann steig í pontu á ráðstefnu Hvíta hússins um heilsu og mataræði og hélt stutta ræðu.
Fyrrverandi þingkonan sem Biden leitaði að hét Jackie Walorski. Hún var ein af þeim sem kom að því að skipuleggja ráðstefnuna en lést í bílslysi í ágúst. Í kjölfarið gaf Biden út yfirlýsingu þar sem hann tók fram að hann væri í áfalli og sorgmæddur vegna slyssins.
Hér má sjá myndskeið af atvikinu.
"Jackie, where's Jackie?," Joe Biden says about Rep. Jackie Walorski who died in a car accident a few months ago. pic.twitter.com/khdiesmEsx
— Greg Price (@greg_price11) September 28, 2022
Hvíta húsið hefur svarað fyrirspurnum fjölmiðla um atvikið með því að segja að Biden hafi hugsað mikið til Walorski á meðan á viðburðinum stóð.
„Ég held að mörg okkar hafi gengið í gegnum þennan tíma þar sem einhver er efst á huga okkar svo að við köllum eftir þeim,“ sagði Karine Jean-Pierre, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins um atvikið.