Biden leitaði látinnar þingkonu - „Hvar er Jackie?“

Joe Biden forseti Bandaríkjanna.
Joe Biden forseti Bandaríkjanna. AFP

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti leitaði að lát­inni þing­konu á viðburði í Hvíta hús­inu í Washingt­on D.C. í Banda­ríkj­un­um í dag.

„Jackie ertu hérna? Hvar er Jackie?“ spurði Biden þegar hann steig í pontu á ráðstefnu Hvíta húss­ins um heilsu og mataræði og hélt stutta ræðu. 

Fyrr­ver­andi þing­kon­an sem Biden leitaði að hét Jackie Wal­orski. Hún var ein af þeim sem kom að því að skipu­leggja ráðstefn­una en lést í bíl­slysi í ág­úst. Í kjöl­farið gaf Biden út yf­ir­lýs­ingu þar sem hann tók fram að hann væri í áfalli og sorg­mædd­ur vegna slyss­ins.

Hér má sjá mynd­skeið af at­vik­inu.

Hvíta húsið hef­ur svarað fyr­ir­spurn­um fjöl­miðla um at­vikið með því að segja að Biden hafi hugsað mikið til Wal­orski á meðan á viðburðinum stóð. 

„Ég held að mörg okk­ar hafi gengið í gegn­um þenn­an tíma þar sem ein­hver er efst á huga okk­ar svo að við köll­um eft­ir þeim,“ sagði Kar­ine Jean-Pier­re, fjöl­miðlafull­trúi Hvíta húss­ins um at­vikið.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert