Biden svari fyrir hótanir um endalok Nord Stream

Þrír lekar hafa orðið úr gasleiðslunum.
Þrír lekar hafa orðið úr gasleiðslunum. AFP

Talskona ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Rúss­lands seg­ir að Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, verði að svara fyr­ir það hvort Banda­rík­in beri ábyrgð á gas­leka úr gas­leiðsl­un­um Nord Stream 1 og 2. Leiðslurn­ar liggja um Eystra­salt og eiga að flytja gas frá Rússlandi til Þýska­lands.

Talskon­an vísaði til þess í færslu á sam­fé­lags­miðlum að for­seti Banda­ríkj­anna hefði haft í hót­un­um um að það yrðu enda­lok flutn­ings um gas­leiðslurn­ar ef Rúss­ar réðust inn í Úkraínu.

„Þann 7. fe­brú­ar 2022 sagði Joe Biden að Nord Stream væri búin að vera ef inn­rás Rússa í Úkraínu yrði að veru­leika. Biden ber skylda til að svara því hvort Banda­rík­in hafi gert al­vöru úr þess­um hót­un­um,“ sagði María Sakaróva, talskona rúss­neska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, í færsl­unni.

Segja ekki um óhapp að ræða

Stjór­völd víða í Evr­ópu gruna aft­ur á móti Rússa um að hafa framið skemmd­ar­verk á gas­leiðsl­un­um. 

Mette Frederik­sen, for­sæt­is­ráðherra Dan­merk­ur, sagði á blaðamanna­fundi í gær að gas­lek­inn væri til­kom­inn vegna „skemmd­ar­verka af ásetn­ingi“. Ekki væri um óhapp að ræða.

Josep Bor­rell, ut­an­rík­is­mála­stjóri Evr­ópu­sam­bands­ins, tók und­ir þau orð Frederik­sen í yf­ir­lýs­ingu í dag. Hann hef­ur kallað eft­ir rann­sókn á lek­an­um.

Mælistöðvar í Svíþjóð og Dan­mörku greindu kröft­ug­ar spreng­ing­ar neðan­sjáv­ar í fyrra­dag á þeim svæðum þar sem lek­inn greind­ist.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert