Fáránlegt að krefja Biden svara

Leiðslurnar eiga að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands.
Leiðslurnar eiga að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. AFP

Krafa Rússa um að Banda­rík­in svari fyr­ir hvort þau hafi staðið að baki neðanj­arðarspreng­ing­um sem ollu skemmd­um á Nord Stream 1- og 2-gas­leiðsl­un­um er „fá­rán­leg“ að sögn talskonu þjóðarör­ygg­is­ráðs Banda­ríkj­anna.

Gas­leiðslurn­ar liggja um Eystra­salt og eiga að flytja gas frá Rússlandi til Þýska­lands. Á mánu­dag var til­kynnt um hættu­leg­an leka frá leiðsl­un­um, en stjórn­völd víða í Evr­ópu hafa sakað Rússa um að hafa framið skemmd­ar­verk á þeim.

Adrienne Wat­son, talskona þjóðarör­ygg­is­ráðs Banda­ríkj­anna, seg­ir Rússa enn og aft­ur reyna að dreifa fölsk­um upp­lýs­ing­um.

„Við vit­um öll að Rúss­ar eiga sér langa sögu um að dreifa fölsk­um upp­lýs­ing­um og þeir gera það aft­ur hér,“ seg­ir Wat­son.

Biden hafi haft í hót­un­um

Talskona ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Rúss­lands sagði í færslu á sam­fé­lags­miðlum fyrr í dag að Joe Biden for­seti Banda­ríkj­anna yrði að svara fyr­ir það hvort Banda­rík­in bæru ábyrgð á gas­leka úr gas­leiðsl­un­um Nord Stream 1 og 2. Hann hefði hótað enda­lok­um leiðsln­anna.

„Hinn 7. fe­brú­ar 2022 sagði Joe Biden að Nord Stream væri búin að vera ef inn­rás Rússa í Úkraínu yrði að veru­leika. Biden ber skylda til að svara hvort Banda­rík­in hafi staðið við þess­ar hót­an­ir,“ sagði María Sakaróva, talskona rúss­neska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins, í færsl­unni.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert