Fellibylurinn Ian gengur yfir Flórída

Lýst hefur veið yfir neyðarástandi á sumum svæðum.
Lýst hefur veið yfir neyðarástandi á sumum svæðum. AFP

Felli­byl­ur­inn Ian er skoll­inn á vest­ur­strönd Flórída­rík­is í Banda­ríkj­un­um. Bú­ist er við því að hann verði jafn­skæður ef ekki skæðari en felli­byl­ur­inn Charley, sem skall þar á árið 2004. 

Rík­is­stjór­ar Norður-Karólínu og Suður-Karólínu hafa lýst yfir neyðarástandi vegna felli­byls­ins, svo hægt verði að grípa til viðeig­andi ráðstaf­ana, að því er fram kem­ur á frétta­veitu CNN.

Raf­magns­laust á millj­ón heim­il­um

Ian nær nú um 67 metr­um á sek­úndu og er raf­magns­laust á yfir millj­ón heim­il­um nú, vegna hans, sam­kvæmt upp­lýs­inga­veit­unni PowerOuta­ge.us.

Sjáv­ar­hæð í Fort Myers hef­ur þá einnig hækkað um 1,8 metra og hef­ur fjöldi fólks haft sam­band við lög­reglu þar sem það kemst ekki út úr húsi vegna þessa. 

AFP
AFP
mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert