Giorgia Meloni Íslandsaðdáandi

Meloni vill að Ítalía þjálfi upp efnilegt íþróttafólk líkt og …
Meloni vill að Ítalía þjálfi upp efnilegt íþróttafólk líkt og Íslandi hefur tekist að gera. AFP

Giorgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítalíu, vill líta til Íslands þegar kemur að áfengis- og tóbaksforvörnum, með því að efla íþróttaiðkun ungmenna.

Segir frá þessu í viðtali við ítalska íþróttamiðilinn Corriere dello Sport árið 2020.

„Fáir vita að á tíunda áratugnum mældist áfengis- og tóbaksneysla mest meðal ungmenna á Íslandi af öllum Evrópuríkjum. Á nokkrum árum hefur þjóðinni tekist að snúa þessari þróun við. Hvernig?,“ spyr hún og heldur áfram.

Ísland þjálfað upp efnilegt íþróttafólk

„Þjóðin einfaldlega ákvað að fjárfesta í æskulýðs- og íþróttastarfi. Á þennan hátt hefur Íslandu tekist að þjálfa upp nokkrar kynslóðir af efnilegu íþróttafólki.“

Telur Meloni að fjárfesting í ungu fólki sé fjárfesting til framtíðar, stríði gegn fíkniefnaneyslu, leyfi einstaklingum að blómstra og þannig væri hægt að þróa nýja kynslóð Ítala sem myndi alast upp við heilbrigð gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert