Giorgia Meloni Íslandsaðdáandi

Meloni vill að Ítalía þjálfi upp efnilegt íþróttafólk líkt og …
Meloni vill að Ítalía þjálfi upp efnilegt íþróttafólk líkt og Íslandi hefur tekist að gera. AFP

Gi­orgia Meloni, leiðtogi Bræðralags Ítal­íu, vill líta til Íslands þegar kem­ur að áfeng­is- og tób­aks­for­vörn­um, með því að efla íþróttaiðkun ung­menna.

Seg­ir frá þessu í viðtali við ít­alska íþróttamiðil­inn Corri­ere dello Sport árið 2020.

„Fáir vita að á tí­unda ára­tugn­um mæld­ist áfeng­is- og tób­aksneysla mest meðal ung­menna á Íslandi af öll­um Evr­ópu­ríkj­um. Á nokkr­um árum hef­ur þjóðinni tek­ist að snúa þess­ari þróun við. Hvernig?,“ spyr hún og held­ur áfram.

Ísland þjálfað upp efni­legt íþrótta­fólk

„Þjóðin ein­fald­lega ákvað að fjár­festa í æsku­lýðs- og íþrótt­a­starfi. Á þenn­an hátt hef­ur Íslandu tek­ist að þjálfa upp nokkr­ar kyn­slóðir af efni­legu íþrótta­fólki.“

Tel­ur Meloni að fjár­fest­ing í ungu fólki sé fjár­fest­ing til framtíðar, stríði gegn fíkni­efna­neyslu, leyfi ein­stak­ling­um að blómstra og þannig væri hægt að þróa nýja kyn­slóð Ítala sem myndi al­ast upp við heil­brigð gildi.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert