Fellibylurinn Ian er að færa sig nær vesturströnd Flórídaríkis í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í tilkynningu frá bandarísku fellibyljamiðstöðinni.
Fellibylurinn er nú rúmlega 150 kílómetra suðvestur af borginni Naples í Flórída og er að færast norð-norðaustur á um 16 kílómetra hraða á klukkustund, að því er fram kemur í umfjöllun ABC.
„Búist er við að miðhluti Ians nálgist vesturströnd Flórída á fellibylshættusvæðinu í morgun og færist á land seinna í dag,“ segir í tilkynningu.
Þá hefur komið fram að stormurinn geysi yfir miðhluta Flórída í Bandaríkjunum á miðvikudag og fimmtudagsmorgun að staðartíma, áður en hann fer yfir Atlantshafið seinnipart fimmtudags.
Hurricane #Ian Advisory 21A: Ian Moving Closer to the West Coast of Florida. Expected to Cause Life-Threatening Storm Surge, Catastrophic Winds and Flooding in the Florida Peninsula. https://t.co/tW4KeFW0gB
— National Hurricane Center (@NHC_Atlantic) September 28, 2022
„Búist er við að fellibylurinn valdi lífshættulegum stormum, katastrófískum vindum og flóði á Flórídaskaganum,“ segir einnig í tilkynningu frá bandarísku fellibyljamiðstöðinni.
Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, sagði nýverið að íbúar sem hyggjast flýja svæðið ættu að gera það undir eins.
„Þið munið bráðlega finna fyrir miklum áhrifum stormsins,“ sagði DeSantis. „Þetta er rétti tíminn til að rýma svæðið.“
— Ron DeSantis (@GovRonDeSantis) September 28, 2022