Klæðist þeim búningi sem það kýs

Flugvélar Virgin.
Flugvélar Virgin. AFP

Starfs­fólk flug­fé­lags­ins Virg­in Atlantic, hvort sem um er að ræða þá sem eru í áhöfn­inni eða þá sem starfa á jörðu niðri, get­ur núna valið sjálft hvernig bún­ing­um það klæðist, óháð því hvort þeir hafi verið hannaðir fyr­ir karla eða kon­ur. 

Flug­fé­lagið hef­ur til­kynnt nýja kynja­hlut­lausa stefnu sem þýðir að starfs­fólk get­ur valið hvers kon­ar bún­inga, sem hannaðir eru af Vi­vienne Westwood, það vill klæðast í vinn­unni sama hvert kyn þeirra eða kyn­vit­und er, að sögn The Guar­di­an.

Með þessu vill Virg­in end­ur­spegla fjöl­breyti­leika starfs­fólks síns og um leið leggja áherslu á umb­urðarlyndi fyr­ir­tæk­is­ins en stutt er síðan það slakaði á regl­um um að ekki mætti sjást í húðflúr á starfs­fólki.

Nafn­spjöld með þeim for­nöfn­um sem áhöfn og farþegar óska eft­ir verða einnig í boði til að hægt sé að ávarpa fólk með þeim for­nöfn­um sem það kýs. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert