Níu létu lífið í loftárás

Mikil mótmæli brutust út í Íran í kjölfar frétta af …
Mikil mótmæli brutust út í Íran í kjölfar frétta af andláti Masha Amini. AFP

Að minnsta kosti níu létu lífið og 28 særðust þegar ír­anski her­inn gerði loft­árás á svæði Kúrda í Írak í dag. 

Íranski her­inn hef­ur und­an­farna daga sakað hóp Kúrda, sem er með aðset­ur á svæðinu, um að kynda und­ir mót­mæli sem brut­ust út í kjöl­far þess að Masha Am­ini, 22 ára kona, lést í haldi lög­reglu. Hún hafði verið hand­tek­in fyr­ir að klæðast höfuðslæðu á „óviðeig­andi“ hátt.

Stjórn­völd í Þýskalandi hafa gagn­rýnt loft­árás­ina og sagt hana óá­sætt­an­lega. 

„Við erum afar áhyggju­full yfir árás­um Íran á svæði Kúrda á meðan póli­tísku mót­mæl­in standa yfir,“ sagði talsmaður þýska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins.

Þá hafa stjórn­völd í Bretlandi einnig hvatt Íran til að binda enda á árás­ir á svæði Kúrda.

„Þess­ar árás­ir eru brot gegn full­veldi og land­helgi Írak og er al­gjör­lega óviðun­andi,“ sagði Tariq Ahmad, aðstoðar­ut­an­rík­is­ráðherra Bret­lands.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert