Rússar vilja fund um gaslekann í Öryggisráðinu

Leiðslurnar eiga að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands.
Leiðslurnar eiga að flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands. AFP/John Macdougall

Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna mun funda um lek­ann frá Nord Stream 1 og 2 gas­leiðsl­un­um á föstu­dag­inn, að fram kom í máli Ann Linde, ut­an­rík­is­ráðherra Svíþjóðar, á blaðamanna­fundi í dag.

Það voru Rúss­ar sem óskuðu eft­ir fund­in­um, en stjórn­völd víða um Evr­ópu gruna Rússa um að standa að baki skemmd­ar­verk­um á gas­leiðsl­un­um.

Leiðslurn­ar liggja um Eystra­salt og eiga að flytja gas frá Rússlandi til Þýska­lands. Þær hafa ekki verið í notk­un upp á síðkastið, en eru engu að síður full­ar af me­tangasi. Talið er að um 350 þúsund tonn af gasi hafi verið í leiðsl­un­um og að helm­ing­ur þess hafi nú þegar sloppið út í and­rúms­loftið.

Talskona ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Rúss­lands sagði í færslu á sam­fé­lags­miðlum fyrr í dag að Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, yrði að svara fyr­ir það hvort Banda­rík­in beri ábyrgð á lek­an­um. Þeir hefðu hótað enda­lok­um leiðsln­anna ef Rúss­ar réðust inn í Úkraínu.

Talskona Þjóðarör­ygg­is­ráðs Banda­ríkj­anna svaraði því til að það væri „fá­rán­legt“ að krefjast svara frá Biden. Rúss­ar væru þekkt­ir fyr­ir að dreifa fölsk­um upp­lýs­ing­um og væru að gera það núna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert