Trjágrein tekur fréttamann niður í útsendingu

Kröftugir vindar blása í Flórída.
Kröftugir vindar blása í Flórída. AFP/Gerardo Mora

Um þess­ar mund­ir er ef­laust til eft­ir­sótt­ara starf en að vera fréttamaður á vett­vangi í Flórída­ríki í Banda­ríkj­un­um þar sem felli­byl­ur­inn Ian er skoll­inn á.

Á mynd­skeiði sem birt var á Youtu­be má sjá veður­frétta­mann­inn Jim Cantore berj­ast við að standa í lapp­irn­ar þar sem hann er úti að lýsa aðstæðum við Punta Gorda í Flórída fyr­ir áhorf­end­um Veður­stöðvar­inn­ar.

Í miðri út­send­ingu lend­ir hann svo í því að trjá­grein fýk­ur á hann á fullri ferð og fell­ir hann. Cantore lét það þó ekki stöðva sig held­ur stóð hann upp og labbaði að næsta staur sem hann gat notað til að ná betra jafn­vægi í storm­in­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert