Waters ekki velkominn

Roger Waters árið 2019.
Roger Waters árið 2019. AFP/Alberto Pizzoli

Kra­ká í Póllandi hef­ur lýst því yfir að Roger Waters úr hljóm­sveit­inni Pink Floyd sé óvel­kom­inn (per­sona non grata) þar í borg vegna skoðunar hans á stríðinu í Úkraínu.

Nokkr­ir dag­ar eru liðnir síðan tón­leik­um hans í borg­inni var af­lýst af þess­um sök­um.

„Við vilj­um ekki sjá fólk í Kra­ká sem er hliðhollt Rúss­um í upp­lýs­inga­stríðinu og styður eða end­ur­tek­ur áróður Pútíns (Rúss­lands­for­seta),“ sagði vara­for­seti borg­ar­ráðs, Michail Drewnicki, á Twitter.

Ákveðið var á borg­ar­ráðsfundi að Waters, sem er bresk­ur, sé „per­sona nona grata“. Ákvörðunin er ekki bund­in lög­um.

Waters átti að halda tvenna tón­leika í Kra­ká í apríl á næsta ári en á laug­ar­dag­inn var greint frá því að þeim hafi verið af­lýst.

Gagn­rýndi Selenskí

Waters skrifaði opið bréf fyrr í þess­um mánuði þar sem hann hvatti Vest­ur­lönd til að hætta að út­vega úkraínsk­um stjórn­völd­um vopn. Hann sagði Volodimír Selenskí, for­seta Úkraínu, leggja bless­un sína yfir „öfga­fulla þjóðernis­kennd“ í Úkraínu og hvatti hann til að „binda enda á þetta mann­skæða stríð“.

Olena Zelenskí, for­setafrú Úkraínu, svaraði á Twitter: „Þú ætt­ir að biðja for­seta Rúss­lands um frið. Ekki Úkraínu.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert