Fjórði gaslekinn í Eystrasalti

Fjórir lekar eru nú úr leiðslunum.
Fjórir lekar eru nú úr leiðslunum. AFP

Fjórði lek­inn hef­ur fund­ist í neðan­sjáv­ar­gasleiðsl­un­um sem flytja gas frá Rússlandi til Þýska­lands. Þetta staðfesti sænska strand­gæsl­an í dag en grun­ur er um að skemmd­ar­verk hafi verið fram­in á leiðsl­un­um.

„Það eru tveir lek­ar á sænsku hliðinni og tveir lek­ar á danskri hlið,“ sagði emb­ætt­ismaður sænsku strand­gæsl­unn­ar, en þrír lek­ar höfðu verið staðfest­ir fyrr í vik­unni úr Nord Stream leiðsl­un­um í Eystra­salti.

Emb­ætt­ismaður­inn bætti við að lek­arn­ir tveir á sænsku hliðinni væru ná­lægt hvor við ann­an.

Sænska strand­gæsl­an gat ekki upp­lýst um hvers vegna síðasti lek­inn hafi komið í ljós nokkr­um dög­um eft­ir fyrstu lek­ana.

Lík­lega á Nord Stream 2 leiðslunni

AFP frétta­veit­an seg­ir fjöl­miðla hafa greint frá því að nýj­asti lek­inn hafi fund­ist við Nord Stream 2 leiðsluna en að strand­gæsl­an hafi ekki staðfest það.

Svíþjóð hafði áður til­kynnt um leka á Nord Stream 1 leiðslunni norðaust­ur af Born­holm, en Dan­mörk hef­ur staðfest leka á Nord Stream 2 leiðslunni suðaust­ur af eyj­unni og ann­an í norðaustri fyr­ir ofan Nord Stream 1.

Myndin sýnir fyrri gasleka úr gasleiðslunum í Eystrasaltinu.
Mynd­in sýn­ir fyrri gas­leka úr gas­leiðsl­un­um í Eystra­salt­inu. AFP

Mik­ill leki veld­ur um­tals­verðum loft­ból­um við yf­ir­borð sjáv­ar á nokk­ur hundruð metra svæði, sem ger­ir það að verk­um að ekki er hægt að skoða leiðslurn­ar strax.

Grun­semd­ir um skemmd­ar­verk vöknuðu eft­ir að lek­arn­ir fund­ust. Rúss­ar neituðu að þeir hefðu staðið á bak við spreng­ing­arn­ar og sögðu hug­mynd­irn­ar „fá­rán­leg­ar“.

Örygg­is­ráð Sam­einuðu þjóðanna kem­ur sam­an á föstu­dag til að ræða um lek­ana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert