Forseti Írans sættir sig ekki við „ringulreið“

Forseti Írans, Ebrahim Raisi á blaðamannafundi 22. september.
Forseti Írans, Ebrahim Raisi á blaðamannafundi 22. september. AFP/Ed Jones

Ebra­him Raisi, for­seti Írans, seg­ir að hann muni ekki sætta sig við „ringul­reið“ á meðan yf­ir­völd reyna að binda enda á mót­mæli í land­inu í kjöl­far þess að Mahsa Am­ini lést í haldi lög­reglu. Hún var hand­tek­in fyr­ir að hijab-slæðan henn­ar huldi ekki hár henn­ar nægi­lega vel. BBC grein­ir frá.

Raisi sagði að dauði Am­ini hafi gert alla sorg­mædda. Hann bætti við að yf­ir­völd gætu þó ekki leyft fólki að raska friði sam­fé­lags­ins með óeirðum.

Mót­mæli héldu áfram í gær­kvöldi og tala þeirra sem hafa lát­ist í mót­mæl­un­um held­ur áfram að hækka. Rík­is­fjöl­miðill í Íran hef­ur sagt að 41 manns, þar á meðal fólk í ör­ygg­is­gæslu, hafi lát­ist í mót­mæl­un­um og fleiri en 1200 manns hafi verið hand­tek­in.

Ein mann­rétt­inda­sam­tök hafa sagt að að minnsta kosti 76 mót­mæl­end­ur hafi verið drepn­ir af ör­ygg­is­gæslu í land­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert