„Gæti orðið mannskæðasti fellibylur í sögu Flórída“

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti varaði við því í dag að felli­byl­ur­inn Ian gæti komið til með að verða mann­skæðasti storm­ur í sögu Flórída.

„Þetta gæti orðið mann­skæðasti felli­byl­ur í sögu Flórída,“ sagði for­set­inn eft­ir und­ir­bún­ings­fund í höfuðstöðvum FEMA í Washingt­on.

Sagði hann ekki enn komið á hreint hversu marg­ir hefðu þegar lát­ist í felli­byln­um, en að hann myndi sjálf­ur leggja leið sína til rík­is­ins um leið og aðstæður leyfðu.

Bætti Biden við að hann hygðist ferðast til Pú­er­tó Ríkó, sem enn er í sár­um eft­ir felli­byl­inn Fíónu.

Frá Flórída.
Frá Flórída. YAMIL LAGE

Björg­un­araðgerðir víða í gangi

Þá hrósaði for­set­inn björg­un­ar­sveit­um í Flórída fyr­ir það risa­vaxna verk­efni sem við þeim blas­ir á svæðum sem felli­byl­ur­inn hef­ur lagt í rúst.

„Leit og björg­un­araðgerðir hóf­ust rétt fyr­ir dög­un í morg­un, fyr­ir fólk sem er inn­lyksa og þau sem eru illa hald­in,“ sagði hann.

Land­helg­is­gæsla Banda­ríkj­anna hef­ur hleypt af stað 16 þyrl­um, sex flug­vél­um og 18 bát­um, sagði for­set­inn um þær björg­un­araðgerðir sem nú eru í gangi.

Biden beindi því næst orðum sín­um að Flórída­bú­um og sagði þeim að landið allt fyndi til með þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert