Ian hefur lagt borgir og bæi í rúst

Fellibylurinn hefur skilið eftir sig mikla eyðileggingu.
Fellibylurinn hefur skilið eftir sig mikla eyðileggingu. AFP/Giorgio Viera

Felli­byl­ur­inn Ian hef­ur nán­ast lagt borg­ina Fort Myers og fleiri strand­borg­ir og bæi í Flórída í rúst. Sjór hef­ur gengið langt upp á land yfir heim­ili og fyr­ir­tæki og valdið mikl­um skemmd­um, að sögn Ron DeS­ant­is rík­is­stjóra Flórída.

Þá hafa brýr sem tengja ná­læg­ar eyj­ar við Fort Myers skemmst og ekki verður hægt að kom­ast yfir fyrr en að lok­inni viðgerð.

Ian var skráður fjórða stigs felli­byl­ur en hef­ur nú misst kraft og flokk­ast sem hita­belt­is­storm­ur. Felli­byl­ur­inn er einn sá öfl­ug­asti sem gengið hef­ur á land í Banda­ríkj­un­um og flóðin sem fylgt hafa eiga sér varla hliðstæðu.

AFP/​Gi­orgio Viera

Flóðin stafa af úr­hell­is­rign­ingu og hárri sjáv­ar­stöðu. Vatns­magnið hef­ur auk­ist jafnt og þétt og talið er að það muni halda áfram að aukast í dag þrátt fyr­ir að dragi úr krafti storms­ins. 

„Ég held að við höf­um aldrei áður séð flóð í lík­ingu við þetta,“ sagði DeS­ant­is á blaðamanna­fundi í dag. „Við höf­um aldrei áður sé storm koma af stað svo mikl­um flóðum,“ ít­rekaði hann. Um væri að ræða at­b­urð sem gerðist kannski á 500 ára fresti.

Festi eig­in­mann­inn við rúmið með tepp­um

Renee Smith, íbúi í Punta Gorda, smá­bæj­ar á suðvest­ur­strönd Flórída, seg­ir í sam­tali við MSNBC felli­byl­inn hafa verið skelfi­lega upp­lif­un. 

Hún ann­ast minn sinn heima, en hann glím­ir við krabba­mein og er lamaður fyr­ir neðan brjóst. Áður en hún gat komið sjálfri sér í ör­uggt skjól varð hún að tryggja ör­yggi hans, meðal ann­ars með því að festa hann við rúmið með tepp­um. Þá límdi hún kodda og plast­poka fyr­ir glugga og við veggi húss­ins. Eig­inmaður­inn var einnig sett­ur í björg­un­ar­vesti til að koma í veg fyr­ir að hann drukknaði ef mikið vatn kæmi inn í húsið.

Sjálf út­bjó hún virki úr kodd­um og tepp­um und­ir borði og faldi sig þar.

Smith upp­lifði einnig felli­byl­inn Charley sem gekk yfir sama svæði fyr­ir 18 árum, en hún seg­ir Ian hafa verið miklu verri og varað mun leng­ur. Felli­byl­ur­inn reif meðal ann­ars stromp­inn af húsi þeirra hjóna, en hún hafði varla þorað al­menni­lega út til að skoða skemmd­irn­ar.

AFP/​Joe Raedle

Tvær millj­ón­ir heim­ila eru án raf­magns og er ástandið sér­stak­lega slæmt í Lee-sýslu þar sem Fort Myers er staðsett. Til­kynnt hef­ur verið um tvö dauðsföll af völd­um felli­byls­ins en þau hafa þó ekki verið staðfest, að sögn rík­is­stjór­ans.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert