Rússar geta ekki ferðast til Finnlands

Pekka Haavisto utanríkisráðherra og Krista Mikkonen innanríkisráðherra.
Pekka Haavisto utanríkisráðherra og Krista Mikkonen innanríkisráðherra. AFP

Rúss­um með Schengen-vega­bréfa­árit­an­ir verður meinað að koma til Finn­lands frá og með miðnætti að staðar­tíma. 

Þetta sagði finnski ut­an­rík­is­ráðherr­ann Pekka Haavisto á blaðamanna­fundi í dag.

Rúss­um hef­ur fjölgað mjög í Finn­landi í kjöl­far herkvaðning­ar í Rússlandi.

„Ólög­leg­ar þjóðar­at­kvæðagreiðslur í Úkraínu“ og meint skemmd­ar­verk á Nord Stream-leiðslum í Eystra­salti „hafa aukið á áhyggj­ur“, sagði Haavisto.

Rúss­ar geta þó enn farið til Finn­lands til að heim­sækja fjöl­skyld­ur sín­ar, til að vinna eða til að fara í nám. „Ákvörðunin má held­ur ekki koma í veg fyr­ir ferðalög af mannúðarástæðum,“ bætti Haavisto við.

Herkvaðning ekki grund­völl­ur hæl­is

Krista Mik­kon­en inn­an­rík­is­ráðherra sagði mögu­legt að tak­mark­an­irn­ar leiði til auk­ins fjölda hæl­is­um­sókna og ólög­legra landa­mæra­ferða.

Hún benti þó á að það verður ekki hægt að sækja um hæli í land­inu á grund­velli þess að hafa verði kvadd­ur í her­inn nema ef hægt er að sýna fram á að sá herkvaddi gæti neyðst til að fremja stríðsglæpi eða ef hann þyrfti að sæta óhóf­legri refs­ingu.

Gripið er til tak­mark­an­anna þrátt fyr­ir að Finn­ar hafi tak­markað fjölda vega­bréfs­árit­ana sem voru gefn­ar út áður en til­kynnt var um herkvaðning­una en það hafði verið gert í kjöl­far inn­rás­ar­inn­ar í Úkraínu. 

Haavisto benti á að tak­mark­an­irn­ar sem eru til staðar séu ekki „full­nægj­andi“ við nú­ver­andi aðstæður.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert