Rússar innlima fjögur héruð

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP

Rúss­ar munu form­lega inn­lima fjög­ur her­num­in héruð í Úkraínu við at­höfn á morg­un. Þetta staðfesti talsmaður Vla­dimírs Pút­ins, for­seta Rúss­lands.

„Á morg­un í georgíska saln­um í Kreml-höll­inni klukk­an 15.00 fer fram und­ir­skrift­ar­at­höfn um inn­limun nýju svæðanna í Rúss­land,“ sagði talsmaður­inn Dimitrí Peskóv og bætti við að Pútín muni að þessu til­efni halda ræðu.

At­kvæðagreiðsl­ur um inn­limun héraðanna Lúg­ansk, Dó­netsk, Ker­son og Sa­porisjía fóru fram fyrr í vik­unni og sögðu rúss­nesk stjórn­völd í fyrra­dag að inn­limun­in hefði verið samþykkt með yf­ir­gnæf­andi stuðningi.

Frétt­in hef­ur verið upp­færð. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka