Rússar innlima fjögur héruð

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP

Rússar munu formlega innlima fjögur hernumin héruð í Úkraínu við athöfn á morgun. Þetta staðfesti talsmaður Vladimírs Pútins, forseta Rússlands.

„Á morgun í georgíska salnum í Kreml-höllinni klukkan 15.00 fer fram undirskriftarathöfn um innlimun nýju svæðanna í Rússland,“ sagði talsmaðurinn Dimitrí Peskóv og bætti við að Pútín muni að þessu tilefni halda ræðu.

At­kvæðagreiðsl­ur um inn­limun héraðanna Lúg­ansk, Dó­netsk, Ker­son og Sa­porisjía fóru fram fyrr í vikunni og sögðu rússnesk stjórnvöld í fyrradag að innlimunin hefði verið samþykkt með yfirgnæfandi stuðningi.

Fréttin hefur verið uppfærð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka