Telja erlent ríki bera ábyrgð á lekunum

Dimitrí Peskov, talsmaður Kreml, segir það ólíklegt að lekarnir hefðu …
Dimitrí Peskov, talsmaður Kreml, segir það ólíklegt að lekarnir hefðu getað orðið án aðkomu ríkis. AFP

Rússnesk stjórnvöld segja að erlent ríki beri líklega ábyrgð á því að lekar urðu á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum sem flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands.

„Það er mjög erfitt að ímynda sér að slíkt hryðjuverk gæti gerst án aðkomu ríkis,“ sagði talsmaður rússneskra yfirvalda, Dimitrí Peskov, á blaðamannafundi í dag.

Fjórði lekinn fannst í leiðslunum fyrr í dag en mælistöðvar í Svíþjóð og Danmörku greindu kröftugar sprengingar neðansjávar fyrr í vikunni á þeim svæðum þar sem lekarnir hafa orðið.

Stjór­nvöld víða í Evr­ópu gruna Rússa um að hafa framið skemmd­ar­verk á gas­leiðsl­un­um. 

Ástandið krefjist brýnnar rannsóknar

„Þetta er afar hættulegt ástand sem krefst brýnnar rannsóknar,“ sagði Peskov en Rússar hófu í gær „alþjóðlega hryðjuverkarannsókn“ á lekunum.

Peskov sagði slíka rannsókn krefjast samvinnu nokkurra ríka og fordæmdi að margir þjóðir neituðu að hafa samband við Rússland.

Talskona ut­an­rík­is­ráðuneyt­is Rúss­lands sagði í gær að Joe Biden, for­seti Banda­ríkj­anna, yrði að svara fyr­ir það hvort Banda­rík­in beri ábyrgð á gaslekunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert