Þjóðverjar spari gas þrátt fyrir kulda

Brýn viðvörun hefur verið send til neytenda í Þýskalandi að …
Brýn viðvörun hefur verið send til neytenda í Þýskalandi að spara meira gas. AFP

Yf­ir­stjórn orku­mála í Þýskalandi hef­ur gefið út brýna viðvör­un til neyt­enda um að spara meira gas þrátt fyr­ir kalt veður. Töl­ur yfir gasnotk­un hafa sýnt að notk­un­in er yfir meðallagi þrátt fyr­ir að neyt­end­ur hafi ít­rekað verið beðnir um að draga úr notk­un.

„Án um­tals­vert minni gasnotk­un­ar, þar á meðal á heim­il­um, verður erfitt að forðast gasskort í vet­ur,“ sagði Klaus Mu­ell­er, for­stjóri fjar­skipta- og sam­göngu­stofn­un­ar Þýska­lands. 

Áhrif inn­rás­ar Rússa í Úkraínu eru afar mik­il og geta leitt til orkukreppu í Þýskalandi. Til þess að forðast skort á gasi þarf að draga úr notk­un um 20 pró­sent í Þýskalandi.

„Það verður að spara gas, jafn­vel þótt það kólni enn frek­ar í vet­ur. Þetta mun ráðast af hverj­um og ein­um," sagði Mu­ell­er.

Vonovia, stærsta fast­eigna­fé­lag lands­ins, hyggst tak­marka hita­stigið í 350.000 íbúðum við 17 gráður á nótt­unni til þess að bregðast við stöðunni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert