Áform Úkraínu óbreytt

Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmítró Kúleba.
Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmítró Kúleba. AFP/Bryan R. Smith

Ut­an­rík­is­ráðherra Úkraínu, Dmítró Kúleba, seg­ir að Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti sé ekki með stjórn á þeim landsvæðum sem hann hef­ur lýst yfir að séu nú part­ur af Rússlandi.

„Með því að reyna að inn­lima héröð Úkraínu; Dó­netsk, Lúg­ansk, Sa­p­orísía og Ker­son, reyn­ir Pútín að grípa landsvæði sem hann stjórn­ar ekki einu sinni á jörðu niðri. Ekk­ert breyt­ist fyr­ir Úkraínu: við höld­um áfram að frelsa land okk­ar og fólk og end­ur­heimt­um land­fræðileg heillindi okk­ar,“ seg­ir Kúleba í tísti.

Í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar Pútíns að úkraínsku héröðin séu nú hluti af Rússlandi hef­ur gagn­rýni komið úr ýms­um átt­um, þar á meðal frá Joe Biden Banda­ríkja­for­seta sem hef­ur for­dæmt „svik­sam­lega“ yf­ir­lýs­ingu Pútíns og seg­ir hann brjóta alþjóðleg lög.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert