Utanríkisráðherra Úkraínu, Dmítró Kúleba, segir að Vladimír Pútín Rússlandsforseti sé ekki með stjórn á þeim landsvæðum sem hann hefur lýst yfir að séu nú partur af Rússlandi.
„Með því að reyna að innlima héröð Úkraínu; Dónetsk, Lúgansk, Saporísía og Kerson, reynir Pútín að grípa landsvæði sem hann stjórnar ekki einu sinni á jörðu niðri. Ekkert breytist fyrir Úkraínu: við höldum áfram að frelsa land okkar og fólk og endurheimtum landfræðileg heillindi okkar,“ segir Kúleba í tísti.
Í kjölfar yfirlýsingar Pútíns að úkraínsku héröðin séu nú hluti af Rússlandi hefur gagnrýni komið úr ýmsum áttum, þar á meðal frá Joe Biden Bandaríkjaforseta sem hefur fordæmt „sviksamlega“ yfirlýsingu Pútíns og segir hann brjóta alþjóðleg lög.
By attempting to annex Ukraine’s Donetsk, Luhansk, Zaporizhzhia and Kherson regions, Putin tries to grab territories he doesn’t even physically control on the ground. Nothing changes for Ukraine: we continue liberating our land and our people, restoring our territorial integrity.
— Dmytro Kuleba (@DmytroKuleba) September 30, 2022