Bandaríkin tilkynna um „strangar“ viðskiptaþvinganir

Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, og Antony Blinken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, í …
Forseti Bandaríkjanna, Joe Biden, og Antony Blinken, ut­an­rík­is­ráðherra Banda­ríkj­anna, í bakgrunni, AFP/Oliver Contreras

Banda­rík­in hafa til­kynnt um „strang­ar“ nýj­ar viðskiptaþving­an­ir gegn rúss­nesk­um emb­ætt­is­mönn­um og varn­ar­málaiðnaðinum í Rússlandi í kjöl­far yf­ir­lýs­ing­ar Vla­dimírs Pútíns, for­seta Rúss­lands, um að fjög­ur héruð Úkraínu væru nú orðin hluti af Rússlandi. 

„Banda­rík­in leggja fram skjót­an og al­var­leg­an kostnað á Rúss­land,“ seg­ir í til­kynn­ingu frá Hvíta hús­inu. Þar seg­ir einnig að G7 rík­in muni leggja sam­bæri­leg­an „kostnað“ á þau lönd sem styðja til­raun­ir Rússa til að inn­lima héruðin fjög­ur.

For­dæm­ir „svik­sam­leg­ar“ til­raun­ir Rúss­lands

Joe Biden Banda­ríkja­for­seti hef­ur for­dæmt „svik­sam­lega“ yf­ir­lýs­ingu Pútíns og seg­ir hann brjóta alþjóðalög.

„Banda­rík­in for­dæma svik­sam­leg­ar til­raun­ir Rúss­lands í dag til að inn­lima full­valda landsvæði Úkraínu. Rúss­ar brjóta með þessu alþjóðalög, traðka á stofn­skrá Sam­einuðu þjóðanna, og sýna fyr­ir­litn­ingu sína á friðsam­leg­um þjóðum alls staðar,“ sagði Biden í til­kynn­ingu.

„Banda­rík­in munu alltaf virða alþjóðlega viður­kennd landa­mæri Úkraínu. Við höld­um áfram að styðja Úkraínu í því að ná aft­ur landsvæðum sín­um með því að styrkja landið hernaðarlega og diplóma­tískt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert