Að minnsta kosti 23 létust og 28 særðust þegar rússneskir hermenn skutu á bílalest sem var að flytja almenna borgara í mannúðlegum tilgangi í Saporisjía í suðurhluta Úkraínu.
Þetta staðfesti Oleksandr Starúk, sem fer fyrir úkraínska hernum í héraðinu.
„Í augnablikinu vitum við um 23 látna og 28 særða. Allt almennir borgar, heimamenn. Brennið í helvíti, helvítis Rússar,“ skrifaði Starúk á samskiptamiðlinum Telegram.
Fulltrúi Kremlar í Saporisjía sagði úkraínska hermenn en ekki rússneska standa að baki árásinni.
„Ríkisstjórnin í Kænugarði er að reyna að lýsa því sem gerðist sem skotárás rússneskra hermanna og grípa til svívirðilegrar ögrunar“ sagði Vladimír Rogóv á Telegram.
„Úkraínskir bardagamenn frömdu enn eitt hryðjuverkið,“ bætti hann við.