Um 1,9 milljónir manna eru rafmagnslausar í Flórída eftir að fellibylurinn Ian gekk á land. Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, greinir frá þessu.
Hardee-sýsla í miðhluta Flórída fór einna verst út úr fellibylnum en 99 prósent íbúa þar eru án rafmagns. Rafmagni hefur verið komið aftur á í 15 prósent húsa í Lee- og Charlotte-sýslum, þar sem Ian sló út allt rafmagn. 80 prósent af DeSoto-sýslu eru einnig rafmagnslaus.
Currently in Fort Myers, Florida. Video by Loni Architects #flwx #Ian #hurricane pic.twitter.com/8nfncFlG9G
— Kaitlin Wright (@wxkaitlin) September 28, 2022
DeSantis segir einnig að Lee-sýsla sé með öllu án vatns eftir að stormurinn olli skemmdum á vatnslögnum.
.@WCKitchen teams are across Florida today serving thousands of meals to people needing our support after #HurricaneIan. This is the bridge going to Pine Island.. and why we have an amphibious vehicle to be able to reach wherever needed with food, water! #ChefsForFlorida pic.twitter.com/knEt1CFQKs
— José Andrés (@chefjoseandres) September 29, 2022
Búist er við lífshættulegum aðstæðum í Suður-Karólínu-ríki en greint var frá því í dag að fellibylurinn væri á leið þangað.
Í umfjöllun fréttastofu ABC kemur fram að minnsta kosti 21 manns hafa látið lífið í fellibylnum það sem af er.