Búist við lífshættulegum aðstæðum í Suður-Karólínu

00:00
00:00

Um 1,9 millj­ón­ir manna eru raf­magns­laus­ar í Flórída eft­ir að felli­byl­ur­inn Ian gekk á land. Ron DeS­ant­is, rík­is­stjóri Flórída, grein­ir frá þessu.

Har­dee-sýsla í miðhluta Flórída fór einna verst út úr felli­byln­um en 99 pró­sent íbúa þar eru án raf­magns. Raf­magni hef­ur verið komið aft­ur á í 15 pró­sent húsa í Lee- og Char­lotte-sýsl­um, þar sem Ian sló út allt raf­magn. 80 pró­sent af DeSoto-sýslu eru einnig raf­magns­laus.

DeS­ant­is seg­ir einnig að Lee-sýsla sé með öllu án vatns eft­ir að storm­ur­inn olli skemmd­um á vatns­lögn­um.

Bú­ist er við lífs­hættu­leg­um aðstæðum í Suður-Karólínu-ríki en greint var frá því í dag að felli­byl­ur­inn væri á leið þangað. 

Í um­fjöll­un frétta­stofu ABC kem­ur fram að minnsta kosti 21 manns hafa látið lífið í felli­byln­um það sem af er.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert