Lekarnir fjórir á Nord Stream 1 og 2 gasleiðslunum, sem flytja gas frá Rússlandi til Þýskalands, urðu af völdum neðansjávarsprengingar sem samsvarar sprengingu af völdum hundruð kílóa af sprengiefni.
Þetta segja Danmörk og Svíþjóð í sameiginlegri skýrslu til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna en halda á neyðarfund vegna lekanna í dag að beiðni Rússa.
„Stærð sprenginganna mældist 2,3 og 2,1 á Richter sem samsvarar líklega því sem nokkur hundruð kíló af sprengiefni myndu valda,“ sagði í skýrslunni.
Stjórnvöld víða í Evrópu gruna Rússa um að hafa framið skemmdarverk á gasleiðslunum. Rússnesk stjórnvöld segja það aftur á móti af og frá en telja líklegt að erlent ríki beri ábyrgð á lekunum.