Íbúar héraðanna verði „borgarar okkar að eilífu“

Vladimír Pútín Rússlandsforseti.
Vladimír Pútín Rússlandsforseti. AFP

Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands, sagði í ræðu sinni í Kreml í dag að hann vildi að vest­ur­veld­in og Úkraína myndu heyra það að íbú­ar í héruðunum fjór­um sem Rúss­ar eru að inn­lima muni verða rúss­nesk­ir borg­ar­ar að ei­lífu.

Pútín skrifaði und­ir sátt­mála þess efn­is að héruðin væru nú part­ur af Rússlandi, eitt­hvað sem alþjóðasam­fé­lagið hef­ur for­dæmt og sagt ólög­legt. Ásamt for­set­an­um skrifuðu und­ir leiðtog­ar héraðanna fjög­urra sem Rúss­ar skipuðu sjálf­ir. 

Hann seg­ir að yf­ir­völd í Kænug­arði eigi að „taka þess­ari vilja­yf­ir­lýs­ingu með mik­illi virðingu“.

„Ég vil segja þetta til yf­ir­valda í Kænug­arði og herra þeirra í vestri: Fólk sem býr í Lug­ansk, Dó­netsk, Ker­son og í Sa­p­orísía verða nú borg­ar­ar okk­ar að ei­lífu,“ sagði Pútín.

Hann biðlar til Úkraínu­manna að hætta öll­um hernaðaraðgerðum í Úkraínu og að koma að samn­ings­borðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert