Lést eftir neikvæð áhrif af samfélagsmiðlum

Russell vistaði hjá sér, deildi eða lækaði ríflega tvö þúsund …
Russell vistaði hjá sér, deildi eða lækaði ríflega tvö þúsund færslur á Instagram er tengdust sjálfsskaða, þunglyndi eða sjálfsvígum, í aðdraganda andlátsins. AFP

Molly Rus­sell, fjór­tán ára stúlka í Bretlandi sem lést í nóv­em­ber 2017 af völd­um sjálfsskaða, þjáðist af al­var­legu þung­lyndi sem dán­ar­dóm­stjóri tel­ur að rekja megi til sam­fé­lags­miðlanotk­un­ar. 

Ekki var hægt að full­yrða að um sjálfs­víg hefði verið að ræða.

Rétt­ar­höld vegna and­láts Rus­sell, sem staðið hafa yfir síðustu daga, hafa varpað nei­kvæðu ljósi á sam­fé­lags­miðlag­eir­ann.

Rann­sókn leiddi í ljós að í aðdrag­anda and­láts­ins hafði Rus­sell vistað hjá sér, deilt eða lækað ríf­lega tvö þúsund færsl­ur á In­sta­gram sem tengd­ust sjálfsskaða, þung­lyndi eða sjálfs­víg­um. 

Andrew Wal­ker dán­ar­dóm­stjóri seg­ir að færsl­urn­ar, sem voru afar mynd­ræn­ar, hafi normalíserað ástand henn­ar.

Stúlk­an væri á lífi ef efnið væri „ör­uggt“

Faðir Rus­sell seg­ir hátt­sett­an stjórn­anda hjá Meta, móður­fyr­ir­tæk­is Face­book og In­sta­gram, hafa full­yrt að það efni sem al­grími miðlanna birti dótt­ur hans hafi verið ör­uggt og ekki brotið gegn stefnu Meta.

Faðir­inn var með öllu ósam­mála og tel­ur víst að dótt­ir hans væri enn á lífi ef færsl­urn­ar hefðu verið ör­ugg­ar, eins og haldið var fram.

„Það er tími til kom­inn að þessi eitraða fyr­ir­tækja­menn­ing sem ligg­ur í hjarta stærsta sam­fé­lags­miðlavett­vangs heims breyt­ist,“ sagði hann.

Baðst af­sök­un­ar

El­iza­beth Lago­ne, yf­ir­maður heilsu og vellíðunar hjá Meta, baðst af­sök­un­ar eft­ir að henni var birt mynd­efni, sem á að hafa brotið gegn stefnu Meta, sem hafði birst á In­sta­gram-reikn­ingi Rus­sell.

„Hug­ur okk­ar er hjá fjöl­skyldu Rus­sell,“ sagði í yf­ir­lýs­ingu Meta í kjöl­far rétt­ar­hald­anna þar sem m.a. kom fram að fyr­ir­tækið ætlaði að halda áfram vinnu við breyt­ing­ar á miðlun­um með hliðsjón af ör­yggi ung­linga.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert