Segir innlimunina vera „vilja milljóna manna“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP/Gavriil Grigórov

„Þetta er vilji milljóna manna“ segir Vladimír Pútín, forseti Rússlands í ræðu sinni í Kreml í dag um innlimun Rússlands á fjórum úkraínskum héröðum. BBC greinir frá.

Pútín sagði að íbúar fjögurra héraða í Úkraínu sem hann ætlar sér að innlima hafi gert upp hug sinn og tekið ákvörðun.

Rússar hafa tilkynnt um niðurstöður „kosninga“ á svæðunum þar sem mikill meirihluti fólks á að hafa kosið með innlimun Rússa. Kosningarnar eru ekki viðurkenndar á alþjóðavísu.

„Niðurstöðurnar eru vel þekktar,“ sagði Pútín. „Ég er viss um að sambandsþingið muni styðja hin fjögur nýju landsvæði rússneska sambandsríkisins, því þetta er vilji milljóna manna,“ sagði Pútín og uppskar mikil fagnaðarlæti.

Hann sagði að niðurstöðurnar væri „náttúrulegur réttur“ þeirra sem kusu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert