Segir innlimunina vera „vilja milljóna manna“

Vladimír Pútín, forseti Rússlands.
Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AFP/Gavriil Grigórov

„Þetta er vilji millj­óna manna“ seg­ir Vla­dimír Pútín, for­seti Rúss­lands í ræðu sinni í Kreml í dag um inn­limun Rúss­lands á fjór­um úkraínsk­um héröðum. BBC grein­ir frá.

Pútín sagði að íbú­ar fjög­urra héraða í Úkraínu sem hann ætl­ar sér að inn­lima hafi gert upp hug sinn og tekið ákvörðun.

Rúss­ar hafa til­kynnt um niður­stöður „kosn­inga“ á svæðunum þar sem mik­ill meiri­hluti fólks á að hafa kosið með inn­limun Rússa. Kosn­ing­arn­ar eru ekki viður­kennd­ar á alþjóðavísu.

„Niður­stöðurn­ar eru vel þekkt­ar,“ sagði Pútín. „Ég er viss um að sam­bandsþingið muni styðja hin fjög­ur nýju landsvæði rúss­neska sam­bands­rík­is­ins, því þetta er vilji millj­óna manna,“ sagði Pútín og upp­skar mik­il fagnaðarlæti.

Hann sagði að niður­stöðurn­ar væri „nátt­úru­leg­ur rétt­ur“ þeirra sem kusu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert