Segir Vesturveldin vilja gera Rússland að nýlendu

Vladimír Pútín við ræðuhöldin í Kreml í dag.
Vladimír Pútín við ræðuhöldin í Kreml í dag. AFP/Dmitry Astakhov

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti sagði í ræðu sinni í Kreml í dag, áður en hann und­ir­ritaði sátt­mála um inn­limun fjög­urra héraða Úkraínu, að Vest­ur­veld­in væru að reyna að gera Rúss­land að ný­lendu og borg­ara lands­ins að þræl­um. Þá kenndi hann Vest­ur­veld­un­um einnig um að hafa skipu­lagt spreng­ing­ar á Nord Stream gas­leiðsl­un­um í Eystra­salti.

„Það er vegna græðgi, tak­mark þeirrra er að viðhalda ótak­mörkuðu valdi. Þetta eru raun­veru­leg­ar ástæður þessa blandaða stríðs sem vestrið hef­ur sagt okk­ur á hend­ur. Þeir vilja gera okk­ur að ný­lendu,“ sagði Pútín.

„Þeir vilja ekki sjá okk­ur sem frjálst sam­fé­lag. Þeir vilja líta á okk­ur sem hóp af þræl­um.“

Vest­ur­veld­in hafi sprengt gas­leiðslurn­ar

„Viðskiptaþving­an­ir eru ekki nóg fyr­ir vestrið, þeir hafa skipt yfir í skemmd­ar­verk […] með því að skipu­leggja spreng­ing­ar á alþjóðleg­um gas­leiðslum Nord Stream sem liggja á botni Eystra­salts­ins,“ sagði Vla­dimír Pútín.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert