Telja hættu á að Pútín beiti kjarnavopnum

Sullivan segir að Bandaríkin séu tilbúin, komi til átaka.
Sullivan segir að Bandaríkin séu tilbúin, komi til átaka. AFP

Banda­ríski her­inn í Evr­ópu er til­bú­inn í átök ger­ist þess þörf. Þetta seg­ir Jake Sulli­v­an þjóðarör­ygg­is­ráðgjafi Banda­ríkj­anna. Rúss­ar hafa hert tök­in og líta nú á árás­ir á héruðin fjög­ur, sem þeir hafa inn­limað, eins og um árás­ir á Rúss­land sé að ræða.

Á blaðamanna­fundi nú fyr­ir skömmu sagði Sulli­v­an að hætta væri tal­in á að Pútín beitti kjarna­vopn­um. Ekk­ert bendi þó til þess að slík árás sé yf­ir­vof­andi.

Auk­inn kraft­ur hef­ur verið sett­ur í herafla Banda­ríkj­anna í Evr­ópu að sögn Sulli­v­an. 

„Við telj­um okk­ur viðbúin hverju sem er,“ sagði hann á blaðamanna­fund­in­um í Hvíta hús­inu í kvöld.

Þá muni Banda­rík­in senda fleiri vopn til Úkraínu án taf­ar. Auk þess sé von á til­kynn­ingu um ör­ygg­is­ráðstaf­an­ir sem gerðar verða án taf­ar, í næstu viku.

Sullivan ávarpaði blaðamenn í Hvíta húsinu í kvöld.
Sulli­v­an ávarpaði blaðamenn í Hvíta hús­inu í kvöld. AFP

Hafa verið skýr með af­leiðing­arn­ar

„Það er hætta á því að Pútín myndi íhuga að nota kjarna­vopn, miðað við hve óvar­lega hann hef­ur talað í þess­um efn­um. Við höf­um líka verið skýr með það, hvaða af­leiðing­ar slíkt myndi hafa,“ sagði Sulli­v­an.

Und­ir­strikaði hann að stjórn­völd væru nú að fara yfir málið og tjái Rúss­um beint hvaða af­leiðing­ar beit­ing kjarna­vopna hefði í för með sér.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert