Vísar til fordæmis Bandaríkjanna með kjarnavopn

Pútín tilkynnti innlimun héraðanna fjögurra í dag.
Pútín tilkynnti innlimun héraðanna fjögurra í dag. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti kveðst telja Bandaríkin hafa skapað fordæmi með því að beita kjarnavopnum í heimsstyrjöldinni seinni, gegn Japan.

Þetta sagði Pútín í ræðu sinni í dag, þegar hann tilkynnti um innlimun fjögurra úkraínskra héraða í Rússland. BBC greinir frá.

Árið 1945 vörpuðu Bandaríkjamenn kjarnorkusprengjum á borgirnar Hírósíma og Nagasakí, sem urðu tugþúsundum manns að bana.

Gagnrýndur í ritstjórnarpistli á rússneskum miðli

Ummælin hafa ekki einungis vakið óhug meðal Vesturlandaþjóða heldur einnig innan Rússlands. Voru hótanirnar gagnrýndar í ritstjórnarpistli í rússneska dagblaðinu Nesavísimaja Gaseta, sem á höfuðstöðvar í Moskvu.

„Það er ótrúlegt að háttsettir embættismenn í Rússlandi séu nú farnir að tala um að beita kjarnavopnum. Þeir gera þetta hiklaust [...] þeir meira að segja gleyma að taka fram í lokin: „Að því sögðu skiptir mestu máli að við leyfum því ekki að gerast. Að tala um kjarnorkuátök er skref í áttina að því að þau verði að veruleika.““

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka