Vísar til fordæmis Bandaríkjanna með kjarnavopn

Pútín tilkynnti innlimun héraðanna fjögurra í dag.
Pútín tilkynnti innlimun héraðanna fjögurra í dag. AFP

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti kveðst telja Banda­rík­in hafa skapað for­dæmi með því að beita kjarna­vopn­um í heims­styrj­öld­inni seinni, gegn Jap­an.

Þetta sagði Pútín í ræðu sinni í dag, þegar hann til­kynnti um inn­limun fjög­urra úkraínskra héraða í Rúss­land. BBC grein­ir frá.

Árið 1945 vörpuðu Banda­ríkja­menn kjarn­orku­sprengj­um á borg­irn­ar Hírósíma og Naga­sakí, sem urðu tugþúsund­um manns að bana.

Gagn­rýnd­ur í rit­stjórn­arp­istli á rúss­nesk­um miðli

Um­mæl­in hafa ekki ein­ung­is vakið óhug meðal Vest­ur­landaþjóða held­ur einnig inn­an Rúss­lands. Voru hót­an­irn­ar gagn­rýnd­ar í rit­stjórn­arp­istli í rúss­neska dag­blaðinu Nes­a­vísimaja Ga­seta, sem á höfuðstöðvar í Moskvu.

„Það er ótrú­legt að hátt­sett­ir emb­ætt­is­menn í Rússlandi séu nú farn­ir að tala um að beita kjarna­vopn­um. Þeir gera þetta hik­laust [...] þeir meira að segja gleyma að taka fram í lok­in: „Að því sögðu skipt­ir mestu máli að við leyf­um því ekki að ger­ast. Að tala um kjarn­orku­átök er skref í átt­ina að því að þau verði að veru­leika.““

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert