Að minnsta kosti 27 látnir eftir umferðarslys

Sjúkrabifreið í Indlandi. Mynd úr safni.
Sjúkrabifreið í Indlandi. Mynd úr safni. AFP

Drátt­ar­vél með vagn full­an af píla­grím­um hvolfdi á leið til hofs í Indlandi í dag og endaði í tjörn.

Að minnsta kosti 27 manns eru látn­ir eft­ir slysið að sögn fjöl­miðla þar í landi, en það átti sér stað í borg­inni Kan­pur í héraðinu Utt­ar Pra­desh. Þá eru 22 til viðbót­ar slasaðir.

Verið var að aka hind­úísk­um píla­grím­um aft­ur frá hof­inu Chand­rika Devi. For­sæt­is­ráðherr­ann Nar­endra Modi hef­ur vottað aðstand­end­um samúð sína.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert