Dráttarvél með vagn fullan af pílagrímum hvolfdi á leið til hofs í Indlandi í dag og endaði í tjörn.
Að minnsta kosti 27 manns eru látnir eftir slysið að sögn fjölmiðla þar í landi, en það átti sér stað í borginni Kanpur í héraðinu Uttar Pradesh. Þá eru 22 til viðbótar slasaðir.
Verið var að aka hindúískum pílagrímum aftur frá hofinu Chandrika Devi. Forsætisráðherrann Narendra Modi hefur vottað aðstandendum samúð sína.
Distressed by the tractor-trolley mishap in Kanpur. My thoughts are with all those who have lost their near and dear ones. Prayers with the injured. The local administration is providing all possible assistance to the affected: PM @narendramodi
— PMO India (@PMOIndia) October 1, 2022