Ákærður fyrir að myrða níu ára stúlku

Frá vettvangi morðsins í ágúst.
Frá vettvangi morðsins í ágúst. AFP

Lög­regla og sak­sókn­ar­ar í Bretlandi hafa ákært 34 ára mann fyr­ir að myrða níu ára stúlku á heim­ili henn­ar í Li­verpool í ág­úst.

Stúlk­an, Oli­via Pratt-Kor­bel, var skot­in í bring­una þann 22. ág­úst þegar ætlað skot­mark árás­ar­manns­ins flúði und­an hon­um og inn í hús henn­ar.

Hef­ur árás­in verið tengd átök­um glæpa­gengja í borg­inni.

Skók bresku þjóðina

Morðið á stúlk­unni, sem var um leið þriðja ban­væna skotárás­in í borg­inni á inn­an við viku, skók bresku þjóðina og knúði áköll á frek­ari aðgerðir gegn skot­vopn­um og skipu­lagðri glæp­a­starf­semi.

Thom­as Cashm­an heit­ir maður­inn sem hef­ur verið ákærður fyr­ir morðið, „eft­ir viðamikla og flókna rann­sókn“ að sögn lög­reglu.

Hann hef­ur sömu­leiðis verið ákærður fyr­ir morðtil­raun gegn móður stúlk­unn­ar, Cheryl Ko­bel, og inn­brotsþjófn­um Joseph Nee.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert