Biden hótar afleiðingum

Joe Biden Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í gær.
Joe Biden Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í gær. AFP/Brendan Smialowski

Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið óttast ekki Vladimír Pútín Rússlandsforseta, að sögn Joe Biden Bandaríkjaforseta. Lýsti hann því yfir á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær að Vesturlönd myndu verja hverja einustu landspildu ef ráðist yrði inn á landsvæði þeirra.

„Pútín, ekki misskilja mig; hverja einustu tommu,“ sagði hann í ræðu sinni. Fyrr um daginn hafði Pútín lýst yfir innlimum fjögurra héraða Úkraínu; Kerson, Saporisíja, Donetsk og Lúhansk, í Rússland. Volodimír Selenskí Úkraínuforseti hét því aftur á móti í gær að Úkraínumenn myndu aldrei ganga til samninga við Rússland á meðan Pútín væri þar forseti.

Gæti beitt kjarnavopnum

Bandaríski herinn í Evrópu er tilbúinn í átök gerist þess þörf. Þetta sagði Jake Sullivan þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna á öðrum blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Rússar hafa hert tökin og segjast nú líta á árásir á héruðin fjögur, sem þeir hafa innlimað, eins og um árás á Rússland sé að ræða. Selenskí mótmælti innlimuninni og benti á að Rússar hefðu ekkert héraðanna fjögurra að fullu undir sinni stjórn.

Þá sagði Sullivan að hætta væri á því að Pútín beitti kjarnavopnum. Ekkert bendi þó til þess að slík árás sé yfirvofandi. Aukinn kraftur hefur verið settur í herafla Bandaríkjanna í Evrópu að sögn Sullivan.

„Við teljum okkur viðbúin hverju sem er,“ sagði hann. Þá muni Bandaríkin senda fleiri vopn til Úkraínu án tafar. Auk þess sé von á tilkynningu um öryggisráðstafanir sem gerðar verði í næstu viku. 23

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert