Lettar ganga til þingkosninga í dag. Kannanir gera ráð fyrir því að mið-hægriflokkur Krisjanis Karins forsætisráðherra muni hljóta flest atkvæði. ABC News greinir frá.
Alls bjóða nítján flokkar fram lista í kosningunum en búist er við að átta muni ná manni inn á þing.
Þá er búist við að stuðningur við þá flokka sem reiða sig á atkvæðum frá Rússum, sem gera 25% íbúa Lettlands, muni minnka frá síðustu kosningum. Talið er að innrás Rússa í Úkraínu þann 24. febrúar síðastliðinn kunni að fæla kjósendur frá flokkunum.
Sósíaldemókrataflokkurinn Samlyndi (l. Saskana), sem reiðir sig á atkvæði Rússa, fékk 20% atkvæða í síðustu kosningum og varð í kjölfarið stærsti flokkur lettneska þingsins. Honum er nú spáð rúmum 5% atkvæða.
Flokkurinn tók skýra afstöðu gegn innrás Rússa í Úkraínu sem varð til þess að kjósendur hans sem styðja Rússlandsforseta yfirgáfu flokkinn. Þá er talið að þeir kjósendur hans sem eru á móti stríðinu muni kjósa almenna flokka í kosningum sem hafa einnig tekið afstöðu gegn árásinni.