Rafmagni var að næstum öllu leyti aftur komið á í kvöld í Havana, höfuðborg Kúbu, í kjölfar þess að óveður gekk þar yfir á þriðjudag.
Fólk hafði þá tvö kvöld í röð flykkst út á götur til að mótmæla rafmagnsleysinu.
Enn er rafmagnslaust á nokkrum öðrum svæðum utan höfuðborgarinnar.
Mótmæli á götum úti eru sjaldgæf í kommúnistaríkinu, en þau héldu áfram í dag í sumum hverfum Havana.