Segjast hafa umkringt þúsundir rússneskra hermanna

Rússar náðu bænum á sitt vald snemma í stríðinu.
Rússar náðu bænum á sitt vald snemma í stríðinu. AFP/Maxar technologies

Úkraínski her­inn seg­ir að her­sveit­um sín­um hafi tek­ist að um­kringja þúsund­ir rúss­neskra her­manna sem stadd­ir eru við bæ­inn Lím­an í aust­ur­hluta Úkraínu í Do­netsk-héraði, sem hef­ur verið und­ir stjórn Rússa frá því í vor.

„Rúss­neski hóp­ur­inn í grennd við Lím­an er um­kringd­ur,“ sagði Ser­hí Tj­erevatí, talsmaður úkraínsku her­sveit­anna í aust­ur­hluta lands­ins.

Talið er að um 5.000 til 5.500 rúss­nesk­ir her­menn hafi verið á svæðinu áður en ekki ligg­ur fyr­ir hversu marg­ir eru þar nú.

Bær­inn Lím­an er stadd­ur á milli borg­ar­inn­ar Severódó­netsk og Kramatorsk, í aust­ur­hluta lands­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert