Segjast hafa umkringt þúsundir rússneskra hermanna

Rússar náðu bænum á sitt vald snemma í stríðinu.
Rússar náðu bænum á sitt vald snemma í stríðinu. AFP/Maxar technologies

Úkraínski herinn segir að hersveitum sínum hafi tekist að umkringja þúsundir rússneskra hermanna sem staddir eru við bæinn Líman í austurhluta Úkraínu í Donetsk-héraði, sem hefur verið undir stjórn Rússa frá því í vor.

„Rússneski hópurinn í grennd við Líman er umkringdur,“ sagði Serhí Tjerevatí, talsmaður úkraínsku hersveitanna í austurhluta landsins.

Talið er að um 5.000 til 5.500 rússneskir hermenn hafi verið á svæðinu áður en ekki liggur fyrir hversu margir eru þar nú.

Bærinn Líman er staddur á milli borgarinnar Severódónetsk og Kramatorsk, í austurhluta landsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert