Telja minnst 35 látna eftir árás á skólastofu

„Stöðvið Hazara-þjóðarmorðið. Það er ekki glæpur að vera sjíta,“ hrópuðu …
„Stöðvið Hazara-þjóðarmorðið. Það er ekki glæpur að vera sjíta,“ hrópuðu konurnar þegar þær þrömmuðu fram hjá Dasht-e-Barchi spítalanum AFP

Minnst 35 eru lát­in eft­ir sprengju­árás­ina í skóla­stofu í Kabúl, höfuðborg Af­gan­ist­an, í gær­morg­un, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um Sam­einuðu þjóðanna. 

Hundruðir nem­enda voru að taka próf þegar árás­in átti sér stað en sam­kvæmt frétta­veitu AFP var um sjálfs­vígs­sprengju að ræða.

Tug­ir kvenna úr Haz­ara-þjóðflokkn­um hafa mót­mælt í höfuðborg­inni í dag. Árás­in átti sér stað í hverfi sjíta-mús­líma og til­heyra marg­ir íbú­ar á svæðinu þjóðflokkn­um.

„Stöðvið Haz­ara-þjóðarmorðið. Það er ekki glæp­ur að vera sjíta,“ hrópuðu kon­urn­ar þegar þær þrömmuðu fram hjá Dasht-e-Barchi spít­al­an­um, þangað sem mörg fórn­ar­lömb árás­ar­inn­ar voru færð til aðhlynn­ing­ar.

Um tíu til tutt­ugu pró­sent af Af­gön­um til­heyra Haz­ara-þjóðflokkn­um en hann hef­ur verið of­sótt­ur í Af­gan­ist­an og  m.a. verið skot­mark talíbana.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert