Úkraínskir hermenn komnir inn fyrir bæjarmörk Líman

Bærinn er staðsettur í Dónetsk-héraðinu.
Bærinn er staðsettur í Dónetsk-héraðinu. AFP/MAXAR Technologies

Varn­ar­málaráðuneyti Úkraínu seg­ir að her­sveit­ir lands­ins séu komn­ar inn fyr­ir bæj­ar­mörk Lím­an í Dó­netsk-héraðinu í aust­ur­hluta Úkraínu. Bær­inn hef­ur verið á valdi Rússa frá því í maí, eða skömmu eft­ir að stríðið hófst í fe­brú­ar.

Fyrr í dag var greint frá því að úkraínski her­inn væri bú­inn að um­kringja þúsund­ir rúss­neskra her­manna í Lím­an.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá varn­ar­málaráðuneyti Rúss­lands hafa rúss­nesk­ir her­menn hörfað burt.

„Við erum komn­ir inn í Lím­an, en það eru bar­dag­ar,“ sagði Ser­hí Tj­erevatí, talsmaður úkraínsku her­sveit­anna í aust­ur­hluta lands­ins.

Á mynd­skeiði sem hef­ur verið birt á Twitter sjást tveir úkraínsk­ir her­menn líma fána Úkraínu við skilti við bæj­ar­mörk Lím­an sem býður fólk vel­komið.

Vla­dimír Pútín Rúss­lands­for­seti und­ir­ritaði í gær inn­limun Dó­netsk-héraðsins í Rúss­land. Alþjóðasam­fé­lagið hef­ur for­dæmt inn­limun­ina og sagt hana ólög­lega. Ef Úkraínu­menn ná Lím­an und­an valdi Rússa yrði það mikið högg fyr­ir stríðsrekst­ur Pútíns.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert