Úkraínskir hermenn komnir inn fyrir bæjarmörk Líman

Bærinn er staðsettur í Dónetsk-héraðinu.
Bærinn er staðsettur í Dónetsk-héraðinu. AFP/MAXAR Technologies

Varnarmálaráðuneyti Úkraínu segir að hersveitir landsins séu komnar inn fyrir bæjarmörk Líman í Dónetsk-héraðinu í austurhluta Úkraínu. Bærinn hefur verið á valdi Rússa frá því í maí, eða skömmu eftir að stríðið hófst í febrúar.

Fyrr í dag var greint frá því að úkraínski herinn væri búinn að umkringja þúsundir rússneskra hermanna í Líman.

Samkvæmt upplýsingum frá varnarmálaráðuneyti Rússlands hafa rússneskir hermenn hörfað burt.

„Við erum komnir inn í Líman, en það eru bardagar,“ sagði Serhí Tj­erevatí, talsmaður úkraínsku her­sveit­anna í aust­ur­hluta lands­ins.

Á myndskeiði sem hefur verið birt á Twitter sjást tveir úkraínskir hermenn líma fána Úkraínu við skilti við bæjarmörk Líman sem býður fólk velkomið.

Vladimír Pútín Rússlandsforseti undirritaði í gær innlimun Dónetsk-héraðsins í Rússland. Alþjóðasamfélagið hefur fordæmt innlimunina og sagt hana ólöglega. Ef Úkraínumenn ná Líman undan valdi Rússa yrði það mikið högg fyrir stríðsrekstur Pútíns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert