Vill grípa til kjarnavopna

Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tsétséníu.
Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tsétséníu. AFP

Ramz­an Kadyrov, leiðtogi Tsét­sén­íu, hvet­ur rúss­nesk stjórn­völd til að grípa til kjarna­vopna eft­ir að rúss­nesk­ir her­menn voru neydd­ir til að hörfa frá Lím­an fyrr í dag.

Hann jafn­framt gagn­rýn­ir Al­ex­and­er Lapín, her­for­ingja Rússa í Aust­ur-Úkraínu, og seg­ir hann vera meðal­mann.

Yf­ir­völd í Rússlandi til­kynntu fyrr í dag að herlið Rússa hefði hörfað frá Lím­an en borg­in hef­ur verið á valdi Rússa frá því í vor.

„Ég hefði lækkað Lapín um tign, svipt hann öll­um heiðursorðum og sent hann með vél­byssu að fram­lín­unni,“ seg­ir Kadyrov á Tel­egram, þar sem 2,8 millj­ón­ir manna fylgja hon­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert