Ramzan Kadyrov, leiðtogi Tsétséníu, hvetur rússnesk stjórnvöld til að grípa til kjarnavopna eftir að rússneskir hermenn voru neyddir til að hörfa frá Líman fyrr í dag.
Hann jafnframt gagnrýnir Alexander Lapín, herforingja Rússa í Austur-Úkraínu, og segir hann vera meðalmann.
Yfirvöld í Rússlandi tilkynntu fyrr í dag að herlið Rússa hefði hörfað frá Líman en borgin hefur verið á valdi Rússa frá því í vor.
„Ég hefði lækkað Lapín um tign, svipt hann öllum heiðursorðum og sent hann með vélbyssu að framlínunni,“ segir Kadyrov á Telegram, þar sem 2,8 milljónir manna fylgja honum.