Á síðustu tveimur vikum hafa að minnsta kosti 92 eintaklingar látið lífið í Íran, en hörð mótmæli hafa geisað þar í landinu vegna dauða Masha Amini.
Samtökin Íran mannréttindi (e. Iran Human Rights (IHR)) greina frá þessum tölum.
Amini bar höfuðslæðu sína á rangan hátt að mati siðgæðislögreglunnar í Íran og var í kjölfarið beitt harðræði við handtöku sem varð til þess að hún lét lífið.