Að minnsta kosti 32 börn voru á meðal þeirra 125 sem létust í troðningnum sem varð á knattspyrnuleikvangi í Indónesíu um helgina.
Embættismaður indónesísks ráðuneytis sem fer m.a. með málefni barnaverndar greindi frá þessu.
„Út frá nýjustu tölum sem við höfum fengið þá voru 32 börn á meðal þeirra 125 sem létust. Yngsta barnið var þriggja eða fjögurra ára, sagði embættismaðurinn Nahar.