Forseti indónesíska knattspyrnufélagsins Arema FC hefur beðist afsökunar á harmleiknum sem varð um helgina þegar 125 létust á leikvangi félagsins.
„Ég, sem forseti Arema FC, mun bera fulla ábyrgð á atvikinu sem átti sér stað. Ég bið fórnarlömbin, fjölskyldur þeirra, alla Indónesíubúa og Liga 1 innilegrar afsökunar, sagði hann í sjónvarpsávarpi.
Ríkisstjórn Indónesíu hefur beðið lögreglu landsins um að finna og refsa þeim sem bera ábyrgð á troðningnum sem varð á leikvanginum.
„Við biðjum lögregluna um að finna sökudólgana á næstu dögum sem hafa framið glæpi,“ sagði ráðherra öryggismála, Mahfud MD, í yfirýsingu.
Starfshópur hefur verið skipaður vegna rannsóknar málsins.
Harmleikurinn varð eftir að aðdáendur heimaliðsins Arema FC ruddust inn á völl Kanjuruhan-leikvangsins eftir 3-2 tap gegn erkifjendunum Persebaya Surabaya.