Tekist hefur að safna yfir 1,3 milljónum dala í gegnum tékkneska hópfjármögnunarherferð til að kaupa skriðdreka af gerðinni T-72 fyrir úkraínska herinn. Herferðin, sem er studd af tékkneska varnarmálaráðuneytinu og sendiráði Úkraínu í Prag, er kölluð „gjöf til Pútín“, og hafa 11.288 einstaklingar lagt fram fé.
Jana Chenochova, varnarmálaráðherra Tékklands, segir á Twitter að þátttakendur í herferðinni hafi keypt gjöf fyrir Rússlandsforseta, sem fagnar sjötugsafmæli sínu þann 7. október, „viðeigandi gjöf“.
BBC greinir frá.